Íris Rún Karlsdóttir var fyrr í þessum mánuði ráðin framkvæmdastjóri samstarfs (e. Head of Partnerships) hjá Klöppum. Í nýja starfi sínu mun Íris meðal annars bera ábyrgð á að afla nýrra viðskiptatækifæra og að efla samstarf við samstarfsaðila fyrirtækisins.

Klappir var stofnað árið 2014 og sérhæfir sig í sjálfbærnishugbúnaði sem félagið dreifir í gegnum net samstarfsaðila sem nær til um 25 landa.

Íris hóf störf hjá fyrirtækinu í ársbyrjun 2023 en segir að vegferð hennar inn í heim sjálfbærnismála hafi byrjað í Danmörku. Upphaflega var hún í rekstrarfræði í HR en ákvað svo að fara í meistaranám í stjórnun hjá Copenhagen Business School.

„Ég ætlaði alltaf að fara í markaðsmál en á fyrstu önninni tók ég kúrs í sjálfbærnismálum. Þá var ekkert verið að tala um sjálfbærni eins og verið er að tala um hana í dag en þar kynntist ég hugtakinu og heillaðist mjög af því.“

Nánar er fjallað um Írisi Rún í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.