Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Akthelia hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn. Helga Kristín Einarsdóttir hefur verið ráðin þróunarstjóri sárameðferðar og Dr. Sonja Srdanović hefur verið ráðin þróunarstjóri bólgu- og sýkingameðferða hjá félaginu.

Helga Kristín er með doktorsgráðu í ónæmisfræði frá Háskólanum í Amsterdam og hefur FELASA B-réttindi í tilraunadýrafræðum. Hún gegndi áður starfi yfirrannsakanda hjá Kerecis og þar áður var hún nýdoktor við ónæmisfræðideild Landspítalans.

Hún hefur þar að auki víðtæka reynslu af forklínískum og klínískum rannsóknum og kemur bakgrunnur hennar sér einkar vel í áframhaldandi þróun Akthelia á þekjuónæmisstýrandi lyfjum.

Sonja er með doktorsgráðu í efnafræðilegri líffræði frá háskólanum í Leeds á Englandi en þar starfaði hún sem rannsakandi í Marie Curie-verkefni Evrópusambandsins og öðlaðist víðtæka reynslu í mótun gagnvirkni próteina fyrir lyfjaþróun.

Hún starfaði áður hjá Alvotech en þar áður vann hún að forklínískum lyfjaskimunarverkefnum hjá 3Z Pharmaceuticals.

Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Akthelia hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn. Helga Kristín Einarsdóttir hefur verið ráðin þróunarstjóri sárameðferðar og Dr. Sonja Srdanović hefur verið ráðin þróunarstjóri bólgu- og sýkingameðferða hjá félaginu.

Helga Kristín er með doktorsgráðu í ónæmisfræði frá Háskólanum í Amsterdam og hefur FELASA B-réttindi í tilraunadýrafræðum. Hún gegndi áður starfi yfirrannsakanda hjá Kerecis og þar áður var hún nýdoktor við ónæmisfræðideild Landspítalans.

Hún hefur þar að auki víðtæka reynslu af forklínískum og klínískum rannsóknum og kemur bakgrunnur hennar sér einkar vel í áframhaldandi þróun Akthelia á þekjuónæmisstýrandi lyfjum.

Sonja er með doktorsgráðu í efnafræðilegri líffræði frá háskólanum í Leeds á Englandi en þar starfaði hún sem rannsakandi í Marie Curie-verkefni Evrópusambandsins og öðlaðist víðtæka reynslu í mótun gagnvirkni próteina fyrir lyfjaþróun.

Hún starfaði áður hjá Alvotech en þar áður vann hún að forklínískum lyfjaskimunarverkefnum hjá 3Z Pharmaceuticals.