Þórólfur Jónsson tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra hjá Logos, sem er stærsta lögmannsstofa landsins. Þórólfur, sem er einn af eigendum lögmannsstofunnar, hefur starfað hjá Logos síðastliðinn áratug. Hann segir að nýja hlutverkið leggist vel í sig.

„Ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni samhliða lögmannsstörfunum. Þetta er skemmtilegur hópur sem starfar hjá fyrirtækinu. Ég hef verið viðloðandi fyrirtækið í langan tíma og byrjaði upphaflega að vinna þar eftir útskrift fyrir tuttugu árum. Í millitíðinni starfaði ég í Hæstarétti í eitt ár og hjá Kaupþingi í fimm ár. Svo fór ég einnig í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Það má því segja að Logos séu heimahagarnir. Þetta er skemmtilegur og afslappaður vinnustaður sem er með skýran fókus. Það er því mjög gaman að fá að prófa að gegna þessu starfi. Þetta er nokkuð ólíkt því sem ég hef verið að gera áður þar sem þessi staða felur í sér stjórnun og utanumhald um daglegan rekstur. Ég tel þetta vera skemmtilega viðbót við starf mitt á stofunni."

Í frítíma sínum þykir Þórólfi best að eyða tíma með fjölskyldu sinni, en hann á eiginkonu og fimm börn - það yngsta er eins árs en það elsta tvítugt. Þá hefur hann áhuga á íþróttum og útivist.

„Ég er á kafi í crossfit og fer reglulega út að hlaupa. Mér þykir einnig skemmtilegt að fara í veiðiferðir en ég stunda bæði stang- og skotveiði. Auk þess reyni ég að spila golf þegar færi gefst á sumrin. Svo á veturna þykir okkur fjölskyldunni gaman að fara á skíði. Það getur reynst snúið að finna tíma til að sinna öllum þessum áhugamálum og sökum þess er maður kannski ekkert sérstaklega góður í neinu af þeim," segir Þórólfur léttur í bragði.

Fyrir um tveimur mánuðum sneri Þórólfur heim úr eftirminnilegu fjölskylduferðalagi.

„Við nýttum fæðingarorlofið í að fara í fimm mánaða ferðalag um Suður- og Mið-Ameríku. Við ferðuðumst frá Kúbu alveg suður til Perú og stoppuðum á hinum og þessum stöðum. Löndin sem við heimsóttum voru Kúba, Mexíkó, Gvatemala, Kólumbía og Perú. Þrír yngstu krakkarnir komu með okkur í ferðalagið og tókum við skólabækurnar þeirra með. Fyrri hluta dags var því varið yfir bókunum og svo fór seinni hlutinn í að gera eitthvað skemmtilegt, eins og til dæmis að læra spænsku og kafa. Þetta var ótrúlega skemmtileg og eftirminnileg ferð. Það er dýrmæt reynsla fyrir börnin að fá að eyða lengri tíma utan Íslands og skoða heiminn," segir hann.

Þórólfur Jónsson tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra hjá Logos, sem er stærsta lögmannsstofa landsins. Þórólfur, sem er einn af eigendum lögmannsstofunnar, hefur starfað hjá Logos síðastliðinn áratug. Hann segir að nýja hlutverkið leggist vel í sig.

„Ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni samhliða lögmannsstörfunum. Þetta er skemmtilegur hópur sem starfar hjá fyrirtækinu. Ég hef verið viðloðandi fyrirtækið í langan tíma og byrjaði upphaflega að vinna þar eftir útskrift fyrir tuttugu árum. Í millitíðinni starfaði ég í Hæstarétti í eitt ár og hjá Kaupþingi í fimm ár. Svo fór ég einnig í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Það má því segja að Logos séu heimahagarnir. Þetta er skemmtilegur og afslappaður vinnustaður sem er með skýran fókus. Það er því mjög gaman að fá að prófa að gegna þessu starfi. Þetta er nokkuð ólíkt því sem ég hef verið að gera áður þar sem þessi staða felur í sér stjórnun og utanumhald um daglegan rekstur. Ég tel þetta vera skemmtilega viðbót við starf mitt á stofunni."

Í frítíma sínum þykir Þórólfi best að eyða tíma með fjölskyldu sinni, en hann á eiginkonu og fimm börn - það yngsta er eins árs en það elsta tvítugt. Þá hefur hann áhuga á íþróttum og útivist.

„Ég er á kafi í crossfit og fer reglulega út að hlaupa. Mér þykir einnig skemmtilegt að fara í veiðiferðir en ég stunda bæði stang- og skotveiði. Auk þess reyni ég að spila golf þegar færi gefst á sumrin. Svo á veturna þykir okkur fjölskyldunni gaman að fara á skíði. Það getur reynst snúið að finna tíma til að sinna öllum þessum áhugamálum og sökum þess er maður kannski ekkert sérstaklega góður í neinu af þeim," segir Þórólfur léttur í bragði.

Fyrir um tveimur mánuðum sneri Þórólfur heim úr eftirminnilegu fjölskylduferðalagi.

„Við nýttum fæðingarorlofið í að fara í fimm mánaða ferðalag um Suður- og Mið-Ameríku. Við ferðuðumst frá Kúbu alveg suður til Perú og stoppuðum á hinum og þessum stöðum. Löndin sem við heimsóttum voru Kúba, Mexíkó, Gvatemala, Kólumbía og Perú. Þrír yngstu krakkarnir komu með okkur í ferðalagið og tókum við skólabækurnar þeirra með. Fyrri hluta dags var því varið yfir bókunum og svo fór seinni hlutinn í að gera eitthvað skemmtilegt, eins og til dæmis að læra spænsku og kafa. Þetta var ótrúlega skemmtileg og eftirminnileg ferð. Það er dýrmæt reynsla fyrir börnin að fá að eyða lengri tíma utan Íslands og skoða heiminn," segir hann.