Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, mun ekki gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður 23. maí næst komandi.
Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningusamhliða ársreikningi félagsins fyrir árið 2023 en Októ hefur verið stjórnarformaður Ölgerðarinnar frá árinu 2002.
„Ég hef starfað við innflutning, heildsölu og framleiðslu í 37 ár, þar af síðustu 22 ár hjá Ölgerðinni, og mér finnst þetta réttur tímapunktur til að stíga til hliðar. Ölgerðin hefur vaxið og dafnað síðustu áratugi og það hefur verið einkar ánægjulegt að sjá félagið verða jafn öflugt og raun ber vitni. Ég lít yfir farinn veg með stolti, þakka öllu því starfsfólki Ölgerðarinnar sem hefur lagt dag og nótt við að gera fyrirtækið að því sem það er í dag og ég kveð sáttur, en með söknuði,” segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar.