Októ Einars­son, stjórnar­for­maður Öl­gerðarinnar, mun ekki gefa ekki kost á sér til á­fram­haldandi stjórnar­setu á næsta aðal­fundi fé­lagsins sem haldinn verður 23. maí næst komandi.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningusam­hliða árs­reikningi fé­lagsins fyrir árið 2023 en Októ hefur verið stjórnar­for­maður Öl­gerðarinnar frá árinu 2002.

„Ég hef starfað við inn­flutning, heild­sölu og fram­leiðslu í 37 ár, þar af síðustu 22 ár hjá Öl­gerðinni, og mér finnst þetta réttur tíma­punktur til að stíga til hliðar. Öl­gerðin hefur vaxið og dafnað síðustu ára­tugi og það hefur verið einkar á­nægju­legt að sjá fé­lagið verða jafn öflugt og raun ber vitni. Ég lít yfir farinn veg með stolti, þakka öllu því starfs­fólki Öl­gerðarinnar sem hefur lagt dag og nótt við að gera fyrir­tækið að því sem það er í dag og ég kveð sáttur, en með söknuði,” segir Októ Einars­son, stjórnar­for­maður Öl­gerðarinnar.