Ólafur Snorri Helgason var nýlega ráðinn verkefnastjóri markaðs- og sölumála og hjá Gjaldskil.Debitum en hann hóf störf þar 1. desember sl.
Hann kemur frá Regus þar sem hann starfaði sem sölustjóri. Þar áður vann hann sem sölustjóri hjá Primis, eftir að hafa verið sölustjóri hjá Torgi fyrir Hringbraut á árunum 2018-2021.
„Það gleður okkur mikið að fá Ólaf inn í öfluga söludeild og fersk augu hans á markaðsmál félagsins. Sókn okkar mun fá aukinn þunga, enda hafa rafrænar innheimtulausnir Gjaldskila.Debitum fengið framúrskarandi viðtökur,“ segir Jóhann Hannesson, forstöðumaður viðskiptatengsla hjá fyrirtækinu.
Ólafur mun hafa umsjón með sérverkefnum í söludeild Gjaldskila.Debitum og taka við markaðsmálum félagsins. Hann hefur lokið mini MBA-námi í markaðsfræði hjá Akademias og hefur yfir tíu ára farsæla reynslu af sölustörfum.