Orri Hlöðversson hefur látið af störfum sem forstjóri Frumherja en hann hefur stýrt félaginu frá miðju ári 2006. Orri er í dag einn af eigendum Frumherja og tekur nú við stjórnarformennsku í félaginu.

Jóhann Geir Harðarson, sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Frumherja frá árinu 2020, tekur við sem forstjóri félagsins. Hann starfaði þar áður við endurskoðun og fjármálaráðgjöf í tvo áratugi.

„Undanfarin ár hefur átt sér stað umbreyting á félaginu sem skotið hefur styrkum stoðum undir reksturinn og aukið stöðugleika. Um leið hafa opnast ný tækifæri til að sækja fram og ég tel við hæfi að nýr stjórnandi stígi inn núna og leiði félagið til frekari sóknar,“ segir Orri.

„Ég hef fulla trú á að Jóhann sé rétti maðurinn í starfið enda hefur hann sýnt á undanförnum árum að hann hafi þá þekkingu, reynslu og mannkosti sem til þarf“, segir Orri.“

Frumherji sérhæfir sig á sviði skoðana, prófana og tengdrar þjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er með starfsemi um allt land og þjónustar viðskiptavini sína á um 30 stöðum á landinu.