Tinna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin sem loftslags- og sjálfbærnifræðingur hjá Seðlabanka Íslands en um er að ræða nýja stöðu hjá bankanum. Vísir greindi fyrstur frá.

Tinna segir að hún muni starfa á skrifstofu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og vinna „þvert á svið bankans að framgangi loftslagsmála og sjálfbærni, bæði hvað varðar rekstur bankans sem og þau faglegu markmið sem setja þarf í fjármálaeftirliti, fjármálastöðugleika og peningastefnu til framtíðar“.

Tinna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin sem loftslags- og sjálfbærnifræðingur hjá Seðlabanka Íslands en um er að ræða nýja stöðu hjá bankanum. Vísir greindi fyrstur frá.

Tinna segir að hún muni starfa á skrifstofu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og vinna „þvert á svið bankans að framgangi loftslagsmála og sjálfbærni, bæði hvað varðar rekstur bankans sem og þau faglegu markmið sem setja þarf í fjármálaeftirliti, fjármálastöðugleika og peningastefnu til framtíðar“.

Tinna kemur til Seðlabankans frá Klöppum grænum lausnum þar sem hún hefur starfað frá því í júní 2022 sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum.

Tinna hefur verið forseti Ungra umhverfissinna undanfarin tvö ár en hún hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri í ljósi ráðningarinnar hjá Seðlabankanum.

Ásamt því að vera forseti Ungra umhverfissina er Tinna einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Hún var einnig skipuð af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í Loftslagsráð. Tinna er jafnframt ungmennafulltrúi Íslands í sérfræðingahóp Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun.

Tinna er með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands auk B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði.