Páll Arnar Guðmundsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu hjá Creditinfo á Íslandi sem forstöðumaður gagna, að því er kemur fram í tilkynningu.

Páll hefur unnið hjá Creditinfo frá árinu 2015 og sinnt ýmsum störfum, m.a. sem vöru- og verkefnastjóri. Síðastliðið ár hefur hann unnið hjá Creditinfo Group og stýrt samskiptum og sölu á alþjóðlegum gögnum félagsins til erlenda samstarfsaðila.

Áður starfaði Páll hjá Fons Juris, íslensku lögfræðigagnasafni. Hann er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

„Páll býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á starfsemi Creditinfo, þeim breytingum sem eru að verða á rekstrarumhverfi félagsins og þörfum okkar viðskiptavina. Ég fagna því mjög að fá Pál í þetta nýja lykilhlutverk,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.