Hjálmtýr Grétarsson hefur tekið við starfi viðskiptastjóra fyrirtækjasviðs hjá ELKO en þar mun hann leiða fyrirtækjasölu ELKO og áframhaldandi þróun á þjónustu sviðsins.
Hann býr að mikilli þekkingu og reynslu sem nýtist í starfi en hann gegndi áður starfi vörustjóra hjá ELKO frá 2021.
Áður en Hjálmtýr kom til ELKO var hann sérfræðingur í vörustýringu á innkaupasviði Krónunnar, en þar áður hafði hann með námi starfað í innkaupadeild Krónunnar og sem sölumaður í verslun NTC.
Hjálmtýr er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.