Margrét Helga segist hafa lent hlaupandi hjá Reitum þegar hún hóf störf þar í ágúst sem forstöðumaður þjónustu. Um var að ræða nýtt starf hjá fasteignafélaginu en hún segir starfið vera einn þriggja burðarstólpa í áframhaldandi vexti félagsins.
„Eftir sumarfrí þá voru verkefnin farin á flug og það var ótrúlega gaman að lenda hérna og geta farið strax á fullt í að móta þetta nýja starf. Félagið hefur áður sinnt rekstri húsfélaga en nú verður lögð aukin áhersla á að þjónusta alla viðskiptavini.“
Margrét kemur til Reita frá Íslandsstofu en þar starfaði hún sem rekstrarstjóri og þar áður fagstjóri. Hún segir að reynsla sín hjá Íslandsstofu hafi verið dýrmæt þar sem hún fékk að kynnast vettvangi sem leiði saman stjórnvöld og fyrirtæki.
„Það sem leiddi mig til Íslandsstofu var áhugi minn á stjórnsýslu og hlutverki hins opinbera en ég er lærður stjórnmálafræðingur. Þetta hefur því verið mjög náttúruleg þróun á starfsferli mínum í tengslum við bakgrunn minn og áhugasvið.“
Nánar er fjallað um Margréti í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.