Fossar fjárfestingarbanki hafa ráðið til sín Ragnar Þórarinn Ágústsson sem forstöðumann upplýsingatæknisviðs og Höllu Sigrúnu Mathiesen í teymi fyrirtækjaráðgjafar bankans.
Ragnar Þórarinn Ágústsson hefur yfir 17 ára reynslu af hugbúnaðartækni í fjárfestingarbankastarfsemi og stýringu. Áður en Ragnar gekk til liðs við Fossa þá vann hann frá árinu 2014 fyrir Landsbankann sem sérfræðingur, deildarstjóri hugbúnaðarþróunar og svo sem teymisstjóri UT Fjármála og Markaða.
Á árunum 2003-2014 vann Ragnar í London á upplýsingatæknisviði fjárfestingabanka og sjóðastýringar, sem sérfræðingur hjá HSBC fjárfestingarbanka, yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Landsbankanum í London, yfirmaður UT hjá Man Group FoF og Man Group GLG Partners. Fyrir árin í London var Ragnar, sem er tölvunarfræðingur frá HR, meðal annars meðstofnandi Eskils hugbúnaðarhúss.
Halla Sigrún Mathiesen kemur til Fossa fjárfestingarbanka frá Arion banka þar sem hún hefur frá árinu 2018 starfað við fjármögnun fyrirtækja og ráðgjöf. Halla Sigrún hóf feril sinn í rekstri á fyrirtækjasviði áður en hún tók við stöðu viðskiptastjóra á sama sviði. Frá árinu 2020 hefur hún starfað í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka.
Halla Sigrún hefur lokið BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá University College London (UCL) og prófi í verðbréfaviðskiptum.