Ragnheiður H. Magnúsdóttir var nýlega kjörin í stjórn hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri. Hún er verkfræðingur að mennt og starfar sem framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Maggar ehf.

Hún er einnig ein af stofnendum Nordic Ignite og hefur verið virk í íslensku nýsköpunar- og sprotalífi.

„Það er frábært að fá svona reynslumikinn leiðtoga eins og Röggu í stjórn Kolibri. Þekking hennar á stafrænni umbreytingu og nýsköpun rímar fullkomlega við kjarnastarfsemi Kolibri sem eru notendamiðaðar stafrænar lausnir,“ segir Anna Signý framkvæmdastjóri Kolibri.

Í stjórn Kolibri ásamt Ragnheiði eru nú Ari Viðar Jóhannesson, Guðjón Guðjónsson, Steinar Ingi Farestveit og Unnur Halldórsdóttir

„Ég hlakka til að vinna með Kolibri sem í mínum huga er framsækið nýsköpunarfyrirtæki sem leggur áherslu á góða vinnustaðamenningu og þétt samstarf við sína viðskiptavini. Ég er alveg handviss um að við munum gera eitthvað skapandi og skemmtilegt saman í náinni framtíð.” segir Ragnheiður.