Dr. Rey Leclerc Sveinsson hefur gengið til liðs við Svarma sem leiðtogi lagaumhverfis, gagna- og persónuverndar (e. Chief Legal & Data Protection Officer). Rey er sérfræðingur á sviði gagnaöryggis, persónuverndar, tæknilöggjöf og tengdri áhættustýringu. Greint er frá ráðningu hans í fréttatilkynningu.
Í tilkynningunni segir að Rey muni í starfi sínu leiða undirbúning og innleiðingu fjölmargra þátta er snúa að innra og ytra lagaumhverfi Svama, þar á meðal persónuvernd, gagnaöryggi, áhættustýringu tækni- og rekstrarumhverfis, ásamt því að taka þátt í stöðugri aðlögun lausnaframboðs Svarma við hratt vaxandi kröfur regluverks og markaðsafla um aukna raunvöktun umhverfis.
Rey Leclerc Sveinsson:
„Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við Svarma og taka þátt í metnaðarfullri vegferð félagsins við að gera viðskiptavinum sínum kleift að mæla umhverfi sitt, með áherslu á örugga meðferð gagna og upplýsinga.“
„Rey hefur sinnt sambærilegum hlutverkum hjá fjölda fyrirtækja á Íslandi, í Sviss og Bandaríkjunum, þar á meðal Google Marketing, Deloitte, Swiss Re, Valitor og WOW Air. Hann er með tvær mastersgráður í gagnavernd, netöryggi og tæknilöggjöf (Privacy, Cybersecurity & Technology Law) frá Albany Law School og John Marshall Law School og sækir nú nám til LLM gráðu við lagadeild Háskólanum í Maastricht í Hollandi. Þar að auki er hann með PhD gráðu í öryggisgæslu upplýsinga (Information Assurance) frá háskólanum Nova Southeastern í Bandaríkjunum,“ segir í fréttatilkynningu.
Kolbeinn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Svarma:
„Það er gríðarlegur styrkur fyrir Svarma að fá Rey inn í teymið. Reynsla hans, þekking, menntun og viðmót til gagnaöryggis, tæknilöggjafar og umhverfi persónuverndar nýtast okkur gríðarlega vel í næstu vaxtarskrefum félagsins. Ég hlakka til að vinna náið með Rey á næstu misserum.“