Reynir Bjarni Egils­son hefur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri trygginga og tjóna hjá VÍS.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Skaga­sam­stæðunni sam­hliða árs­hluta­upp­gjöri. Í júlí var greint frá því að Sindri Sigur­jóns­son, sem gegndi stöðunni, hefði á­kveðið að láta af störfum hjá fé­laginu og snúa sér að eigin rekstri.

Reynir Bjarni Egils­son hefur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri trygginga og tjóna hjá VÍS.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Skaga­sam­stæðunni sam­hliða árs­hluta­upp­gjöri. Í júlí var greint frá því að Sindri Sigur­jóns­son, sem gegndi stöðunni, hefði á­kveðið að láta af störfum hjá fé­laginu og snúa sér að eigin rekstri.

„Reynir hefur frá árinu 2004 starfað hjá Ra­pyd og for­verum þess, Valitor og Visa Ís­landi, nú síðast sem fram­kvæmda­stjóri korta­út­gáfu frá árinu 2021. Reynir hefur gegnt ýmsum störfum hjá fyrir­tækinu í þau 20 ár sem hann hefur starfað þar, m.a. verið sér­fræðingur á fjár­mála­sviði, sinnt verk­efna­stjórn og við­skipta­þróun í er­lendri korta­út­gáfu, og verið deildar­stjóri í vöru­stýringu og vöru­þróun,“ segir í til­kynningu frá Skaga.

Reynir er með meistara­gráðu í fjár­málum fyrir­tækja frá Há­skólanum í Reykja­vík og B.Sc í við­skipta­fræði frá Há­skóla Ís­lands. Reynir tekur við starfinu af Sindra Sigur­jóns­syni sem sagði starfi sínu lausu fyrr í sumar.

„Ég hlakka til þess að hefja störf hjá VÍS og er þakk­látur fyrir tæki­færið. VÍS hefur verið í mikilli sókn undan­farið og það verður mjög á­huga­vert að taka þátt í þeirri metnaðar­fullu veg­ferð sem fé­lagið er á. Ég er spenntur fyrir því að leggja mitt af mörkum til að efla enn frekar þjónustu og starf­semi fé­lagsins í takt við stefnu þess og fram­tíðar­sýn,“ segir Reynir Bjarni Egils­son, nýr fram­kvæmda­stjóri trygginga og tjóna.

„Ég fagna því að fá jafn öflugan og reyndan stjórnanda og Reyni til liðs við fram­kvæmda­stjórn VÍS. Mark­mið sviðsins sem Reynir mun leiða er að þróa tryggingar þannig að við­skipta­vinir sem verða fyrir tjóni fái sem bestu þjónustu við úr­lausn sinna mála. Ég treysti Reyni vel til að ná frá­bærum árangri í sam­vinnu við aðra stjórn­endur og kraft­mikinn hóp starfs­manna sviðsins. Ég hlakka til sam­starfsins við hann,“ segir Guð­ný Helga Her­berts­dóttir, for­stjóri VÍS.