Kaupthing Singer and Friedlander hefur ráðið Michael Wilson til starfa í fasteignaútlánateymi bankans í Miðlöndum. Teymið er staðsett í Birmingham.

Í frétt um ráðningu Wilsons í dagblaðinu The Birmingham Post kemur fram að Wilson hafi mikla reynslu úr fjármálageiranum en hefur starfað hjá Royal Bank of Scotland í 23 ár.

Mikil uppsveifla hefur verið á fasteignamarkaðnum í Birmingham og þrátt fyrir hina alþjóðlegu lánsfjárkreppu eru fasteignaþróunarverkefni að andvirði 17 milljarða punda í vinnslu. Blaðið hefur eftir Wilson að Kaupthing sé sá banki sem getur hvað best tekið þátt í og stutt við uppbyggingu í borginni. Hann segir bankann vera sveigjanlegri en rótgrónari fjármálastofnanir og að Kaupthing sé vel þekkt fyrir þann athafnaanda sem einkennir starf bankans.

Wilson segir auk verkefna í Birmingham fjölmörg tækifæri vera til staðar á fasteignarmarkaðnum í Miðlöndum.