Norðmaðurinn Roy Tore Rikardsen tekur formlega við sem forstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur af Guðmundi Gíslasyni um mánaðamótin, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en félagið er skráð á íslenska First North-markaðinn.
Norðmaðurinn Roy Tore Rikardsen tekur formlega við sem forstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur af Guðmundi Gíslasyni um mánaðamótin, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en félagið er skráð á íslenska First North-markaðinn.
Guðmundur færir sig nú yfir í nýtt hlutverk innan samstæðunnar þar sem hann mun vinna að skipulagningu sölu afurða.
„Við erum þakklát Guðmundi fyrir hans mikilvæga framlag til þróunar félagsins frá stofnun þess. Við værum ekki þar sem við erum í dag ef það væri ekki fyrir Guðmund,“ Asel Asle Rønning, stjórnarformaður Kaldvíkur, sem hét áður Ice Fish Farm.
Tilkynnt var fyrir rúmu ári síðan að Guðmundur, sem tók við sem forstjóri félagsins árið 2012, hefði ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri félagsins. Hann gegndi stöðunni hins vegar áfram þar til stjórn félagsins var búið að finna eftirmann og leiddi því Kaldvík í gegnum tvískráningu félagsins á íslenska First North-markaðinn í byrjun sumars.
Roy Tore Rikhardsen, nýr forstjóri Kaldvíkur sem starfrækir fiskeldi á Austfjörðum. Hann hefur frá árinu 2022 verið framkvæmdastjóri laxasláturhússins Salten N950 en hafði áður verið rekstrarstjóri fiskeldisfyrirtækisins Grieg í Kanada og þar áður svæðisstjóri þess í Finnmörk.