Salóme Guð­munds­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri rekstrar hjá Justikal og gengur jafn­framt inn í stofn­enda­t­eymi fé­lagsins.

„Salóme mun leiða sókn og stefnu fyrir­tækisins inn á er­lenda markaði og bera á­byrgð á dag­legum rekstri og upp­byggingu starf­seminnar. Salóme mun hefja störf nú um mánaða­mótin,“ segir í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Justikal gerir lög­mönnum og öðrum aðilum m. a. kleift að senda gögn raf­rænt til dóm­stóla og er hannað til að hraða með­ferð mála, gera þau skil­virkari og að­gengi­legri fyrir máls­aðila.

Salóme starfaði áður sem for­stöðu­maður í við­skipta­þróun hjá Pay­Ana­lytics. Hún hefur frá árinu 2021 einnig starfað sem stjórnar­maður og ráð­gjafi hjá Eyri Venture Manag­ment og leið­beinandi við MBA-nám Há­skólans í Reykja­vík.

„Spennandi á­skorun að ganga til liðs við Justikal“

Hún starfaði sem fram­kvæmda­stjóri Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún for­stöðu­maður Opna há­skólans í HR. Salóme er með BSc próf í við­skipta­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og lauk AMP stjórn­enda­námi við IESE í Barcelona árið 2019. Salóme hefur víð­tæka reynslu af nefndar- og stjórnar­störfum í ís­lensku at­vinnu­lífi og situr m. a. í stjórn Sýnar hf., Við­skipta­ráðs Ís­lands og Eyrir Ventures ehf.

„Ráðning Salóme er liður í þeirri veg­ferð að styrkja stjórn­enda­t­eymi Justikal og undir­búa fé­lagið fyrir sókn á er­lenda markaði,“ segir í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

„Það er spennandi á­skorun að ganga til liðs við Justikal á þessum tíma­punkti í vexti fé­lagsins. Fyrir­tækið hefur náð góðri fót­festu á Ís­landi og hefur alla burði til þess að vaxa hratt er­lendis. Fram undan eru mikil tæki­færi til sóknar og við erum með metnaðar­full plön. Ég hlakka til að stíga af krafti inn í nýtt hlut­verk,“ segir Salóme.