KPMG hefur nýlega fengið til starfa sex nýja sérfræðinga. Þetta eru þau Alexander Svarfdal Guðmundsson, Agnes Ýr Gunnarsdóttir, Ágúst Hilmarsson, Dröfn Farestveit, Hjörtur Þór Daðason og Inga Ingólfsdóttir.
Á ráðgjafarsviði KPMG á Íslandi starfa rúmlega 50 sérfræðingar sem veita fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf á sviði fjármála, sjálfbærni, rekstrar, áhættu- og upplýsingatækni. Ráðgjafarsvið KPMG er enn fremur hluti af 2.000 manna ráðgjafarteymi KPMG á Norðurlöndunum.
Alexander Svarfdal Guðmundsson hefur störf á ráðgjafarsviði og mun sérhæfa sig í starfrænum lausnum bæði í Microsoft Sharepoint umheiminum sem og í heildarlausnum. Alexander starfaði áður sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Controlant og vann B.Sc. lokaverkefnið í samstarfi við fyrirtækið. Þar áður starfaði hann sem upplýsingatæknifræðingur hjá Alvotech. Alexander er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein.
Agnes Ýr Gunnarsdóttir hefur hafið störf í fjármálaráðgjöf á ráðgjafarsviði með aðsetur á Akureyri og mun hún meðal annars sinna fjármálaráðgjöf til sveitarfélaga og annarra opinberra aðila. Hún er með B.Sc. rekstrarverkfræði og lauk M.Sc. gráðunni í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík á síðasta ári og fór í starfsnám á ráðgjafarsviði KPMG sem hluta af náminu. Agnes hefur sinnt þjónustustörfum með námi en starfaði nú síðast á skrifstofu fjármála á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Ágúst Hilmarsson hefur hafið störf í fjármálaráðgjöf á ráðgjafarsviði KPMG. Ágúst er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði með áherslu á fjármál frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur áður starfað hjá byggingaverktaka og öðlaðist þar þekkingu á fasteignaverkefnum. Þar vann hann meðal annars í þróun og áætlanagerð í tengslum við nýbyggingar.
Dröfn Farestveit hefur hafið störf á ráðgjafarsviði í fjármála- og rekstrarráðgjöf KPMG. Dröfn starfaði áður sem sérfræðingur í fjárfestatengslum hjá Marel og var einnig verkefnastjóri ársskýrslunnar 2021. Þar áður starfaði hún við fjármál og bókhald hjá Gáru. Dröfn er með B.Sc. og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði og bætti nýverið við sig mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.
Hjörtur Þór Daðason hefur hafið störf á ráðgjafarsviði KPMG og mun sérhæfa sig í ráðgjöf tengdri viðskiptagreind. Hjörtur hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf, miðlun og greiningu á fasteigna- og leigumarkaði hjá Þjóðskrá, en þar áður starfaði hann á sviði fasteignamats hjá sömu stofnun. Hjörtur er með meistaragráðu í fjármálaverkfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Inga Ingólfsdóttir hefur hafið störf á ráðgjafarsviði KPMG í kjölfar starfsnáms vorið 2022, samhliða lýkur hún B.Sc. í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún mun sérhæfa sig í stafrænni vegferð og þróun. Áður starfaði hún sem sérfræðingur á flugrekstrarsviði Icelandair. Þar hafði hún umsjón með útgáfu handbóka, skírteina og þróun ýmissa ferla.