Sigurgeir Guðlaugsson, forstjóri líftæknifyrirtækisns Genís, hefur tekið sæti í stjórn Kviku banka. Greint er frá þessu í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar.

Sigurgeir, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka frá árinu 2021, tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar sem lét af stjórnarstörfum hjá bankanum í vikunni þar sem hann er að taka við nýrri stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku.

Stjórn Kviku banka hf. er því eftirfarandi:

  • Sigurður Hannesson - stjórnarformaður
  • Guðjón Reynisson
  • Helga Kristín Auðunsdóttir
  • Ingunn Svala Leifsdóttir
  • Sigurgeir Guðlaugsson