Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Sigurjón Jónsson tímabundið sem aðstoðarmann sinn í fjarveru Millu Óskar Magnúsdóttur sem er í fæðingarorlofi.
Sigurjón hefur víðtæka reynslu af markaðs- og kynningarmálum sem og veflausnum í gegnum fyrri störf sín hjá Nova, Sjóvá og 433.is, að því er kemur fram í tilkynningu. Hann hefur á annað ár verið starfsmaður þingflokks Framsóknar og unnið að kynningarmálum og ýmsum öðrum verkefnum.
Sigurjón er með BSc próf í markaðsfræðum frá Auburn háskólanum í Alabama. Hann er í sambúð með Tinnu Rún Davíðsdóttir Hemstock og eiga þau tvo syni.