Lísbet Sigurðardóttir var í byrjun mánaðar ráðin í stöðu lögfræðings á málefnasviði Viðskiptaráðs. Hún kom til ráðsins frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins þar sem hún hafði starfað frá árinu 2021.
Störf hennar munu fyrst og fremst lúta að lögfræðilegum greiningum og úttektum, málefnastarfi, gerð umsagna fyrir hönd ráðsins, greinaskrifum, þátttöku í stefnumótun og fleiri verkefnum ráðsins.
Hún segist full tilhlökkunar að vera komin til liðs við Viðskiptaráð en sjálf hefur hún fylgst með Viðskiptaráði undanfarin misseri og telur ráðið hafa haft mikil og góð áhrif á samfélagsumræðuna.
„Það var líka gaman að koma inn á þessum tíma og fá að upplifa hvernig lokaundirbúningur fyrir Viðskiptaþing gekk fyrir sig. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór á Viðskiptaþing og var því mjög spennandi að fá þessa upplifun beint í æð.“
Nánar er fjallað um Lísbetu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.