LOGOS lögmannsþjónusta hefur bætt við sig sjö löglærðum fulltrúum en hjá stofunni starfa um 70 manns. LOGOS sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf og er jafnframt sú lögmannsstofa á Íslandi sem á sér lengsta sögu, eða allt aftur til ársins 1907.

Atli Már Eyjólfsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Atli Már Eyjólfsson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS sl. sumar en starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2023 samhliða námi.

Áður starfaði hann hjá Arion banka. Atli Már útskrifaðist með mag. jur. gráðu frá Háskóla Íslands sumarið 2024. Maki Atla Más er Auður Ragnarsdóttir, laganemi.

Guðjón Þór Jósefsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Guðjón Þór Jósefsson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS sl. sumar en starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2022 samhliða námi. Guðjón Þór útskrifaðist með mag. jur. gráðu frá Háskóla Íslands sumarið 2024.

Helena Jaya Gunnarsdóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Helena Jaya Gunnarsdóttir hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS sl. sumar en starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS samhliða náminu frá árinu 2022.

Hún útskrifaðist með ML-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík sumarið 2024 en sótti einnig skiptinám við University of Glasgow. Áður starfaði Helena hjá Íslandsbanka og síðar var hún í starfsnámi hjá Héraðssaksóknara.

Jón Alfreð Sigurðsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Jón Alfreð Sigurðsson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS í júlí 2024. Hann útskrifaðist með ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið sumar.

Samhliða námi starfaði Jón í lögfræðiráðgjöf Arion banka. Maki Jóns er Þórdís Helga Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu Arion banka.

Kristján Óli Guðbjartsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Kristján Óli Guðbjartsson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS sl. sumar 2024. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021, BA-gráðu í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá

Háskólanum í Reykjavík árið 2022 og með ML-gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2024. Áður starfaði Kristján hjá VÍS og Arion banka. Sambýliskona Kristjáns er Guðný Eva Birgisdóttir, verkfræðingur.

Nói Mar Jónsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nói Mar Jónsson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS sl. sumar en hann starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2022 samhliða námi. Hann útskrifaðist með mag. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2024.

Tómas Aron Viggósson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Tómas Aron Viggósson hóf störf sem lögmaður og verkefnastjóri hjá LOGOS 1. ágúst sl. en hann hafði starfað hjá LOGOS samhliða námi og síðar sem fulltrúi frá árinu 2017 til ársins 2021.

Á árunum 2021 til 2024 starfaði hann hjá Samkeppniseftirlitinu. Maki Tómasar er Unnur Véný Kristinsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum.