Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur skipað Sigurð Pál Ólafsson í embætti skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, að því er kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann tók við embættinu í gær.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur skipað Sigurð Pál Ólafsson í embætti skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, að því er kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann tók við embættinu í gær.

Staðan var auglýst í ágúst síðastliðnum. Sigurður Páll var valinn í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd.

Sigurður Páll hefur um átta ára skeið starfað sem sérfræðingur og settur skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála.

Sigurður Páll útskrifaðist með B.A. gráðu í hagfræði 2015 frá Háskóla Íslands, meistarapróf í þjóðhagfræði og fjármálamörkuðum 2016 frá Barcelona Graduate School of Economics og hefur skilað inn doktorsritgerð í hagfræði við Copenhagen Business School og er áætluð útskrift í október 2024.