Origo hefur ráðið Berglindi Unu Svavarsdóttur sem forstöðukonu Digital Labs en sú deild sér um að veita þjónustu og ráðgjöf á sviði stafrænna umbreytinga, veflausna, hagnýtingar gagna og gervigreindar.

Berglind kemur til Origo með mikla reynslu af hugbúnaðarþróun og stafrænum umbreytingarverkefnum.

Hún hafði starfað hjá Gangverki síðan 2018 en þar leiddi hún fjölþjóðlegt teymi í stafrænni þróun fyrir viðskiptavini á borð við Sotheby‘s og Kviku banka.

„Ég datt snemma inn í þennan hugbúnaðarbransa og varð mjög ástfangin af honum. Þetta er náttúrulega mikill kvikubransi og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast, sérstaklega þegar kemur að stafrænum umbreytingum.“

Nánar er fjallað um Berglindi í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.