Orku­veitan hefur ráðið Snorra Þor­kels­son í stöðu fram­kvæmda­stjóra fjár­mála, sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Orku­veitunnar.

Snorri kemur til Orku­veitunnar frá Baader á Ís­landi og Skaganum 3X en þar áður starfaði hann í rúman ára­tug sem fjár­mála­stjóri hjá Marel á Ís­landi og síðar sem fjár­mála­stjóri fisk­iðnaðar hjá Marel. Þá var Snorri einnig fjár­mála­stjóri Dohop í fjögur ár.

Starf fram­kvæmda­stjóra fjár­mála var aug­lýst laust til um­sóknar í byrjun desember sl. og sóttu alls 30 ein­stak­linga.

Orku­veitan hefur ráðið Snorra Þor­kels­son í stöðu fram­kvæmda­stjóra fjár­mála, sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Orku­veitunnar.

Snorri kemur til Orku­veitunnar frá Baader á Ís­landi og Skaganum 3X en þar áður starfaði hann í rúman ára­tug sem fjár­mála­stjóri hjá Marel á Ís­landi og síðar sem fjár­mála­stjóri fisk­iðnaðar hjá Marel. Þá var Snorri einnig fjár­mála­stjóri Dohop í fjögur ár.

Starf fram­kvæmda­stjóra fjár­mála var aug­lýst laust til um­sóknar í byrjun desember sl. og sóttu alls 30 ein­stak­linga.

„Snorri hefur gríðar­lega flotta reynslu bæði hér­lendis og er­lendis sem mun nýtast okkur í Orku­veitunni af­skap­lega vel. Hans fram­tíðar­sýn og við­horf fara af­skap­lega vel með því sem við höfum verið að leggja á­herslu á og kemur fram í nýju stefnunni okkar. Ég hlakka til þess að vinna með Snorra,“ segir Sæ­var Freyr Þráins­son for­stjóri Orku­veitunnar.

„Reynsla mín spannar yfir 25 ár og kemur úr bæði stórum al­þjóð­legum fyrir­tækjum en einnig minni ný­sköpunar­fyrir­tækjum. Það mun tví­mæla­laust nýtast Orku­veitunni sem er ekki bara spennandi fyrir­tæki heldur eitt af þeim allra mikil­vægustu í okkar sam­fé­lagi. Ég hef kynnt mér nýja stefnu fé­lagsins og hlakka til þess að fá að vera hluti af þeim metnaðar­fullu á­formum sem eru uppi hjá Orku­veitunni,“ segir Snorri Þor­kels­son ný­ráðinn fram­kvæmda­stjóri fjár­mála.

Snorri mun hefja störf hjá Orku­veitunni eigi síðar en 1. maí nk. n. k.