Elísabet Austmann Ingimundardóttir hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni. Um er að ræða nýja stöðu innan félagsins en Bergsveinn Guðmundsson, fyrrum skólafélagi Elísabetar, mun þá sjá um markaðsmál áfengra drykkja.

Hún kemur til Ölgerðarinnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála, en hún hefur áratugareynslu af bæði markaðsmálum og vörumerkjastjórnun á innlendum og erlendum mörkuðum.

Vegferð Elísabetar í markaðsmálum hófst þegar hún lærði alþjóðamarkaðsfræði við Tækniháskóla Íslands, sem sameinaðist svo HR. Eftir útskrift fór hún svo í MBA-nám í HR sem lauk árið 2010.

„Þegar ég útskrifaðist sem alþjóðamarkaðsfræðingur árið 2003 fór ég að vinna sem markaðsstjóri hjá Ölgerðinni, þannig það má í raun segja að ég sé nú komin aftur heim. Þar sá ég meðal annars um innflutt vörumerki fyrirtækisins ásamt útflutningi á Iceland Spring.“

Nánar er fjallað um Elísabetu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.