Sólveig Regína Biard, löggiltur fasteignasali, hefur bæst í eigendahóp Trausta fasteignasölu sem fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli sínu.

Aðrir eigendur stofunnar eru Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali, Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, löggiltur fasteignsali og viðskiptafræðingur, og Garðar Benedikt Sigurjónsson, löggiltur fasteignasali.

Sólveig Regína hefur starfað í fasteignasölu síðan 2006 og hjá Trausta fasteignasölu frá árinu 2016.