Unnur Eggertsdóttir þekkir vel inn í heim markaðsmála en hún hefur áður unnið hjá auglýsingastofunum Tvist og Jónsson & Le‘Macks, sem nú heitir Aton. Hún segist hæstánægð á nýja vinnustaðnum og njóti þess að fá að sinna mismunandi verkefnum.

Áhugi Unnar á markaðsmálum byrjaði þegar hún var í Verzlunarskóla Íslands en aðalástæðan fyrir vali hennar á þeim skóla var áhugi hennar á söng- og leiklist.

Unnur Eggertsdóttir þekkir vel inn í heim markaðsmála en hún hefur áður unnið hjá auglýsingastofunum Tvist og Jónsson & Le‘Macks, sem nú heitir Aton. Hún segist hæstánægð á nýja vinnustaðnum og njóti þess að fá að sinna mismunandi verkefnum.

Áhugi Unnar á markaðsmálum byrjaði þegar hún var í Verzlunarskóla Íslands en aðalástæðan fyrir vali hennar á þeim skóla var áhugi hennar á söng- og leiklist.

„Ég var alltaf þessi óþolandi krakki sem vildi alltaf fá athygli og var sett í kór og leiklistarnámskeið. Svo fór ég í Verzlunarskóla Íslands og þá einungis út af söngleikjunum sem þau setja upp en á sama tíma lærði ég mikið um markaðsmál meðan ég var á alþjóðabraut.“

Unnur var einnig mjög virk í nemendafélaginu og lærði mikið af þeirri starfsemi, eins og að skipuleggja böll og setja upp söngleik á sínu lokaári. Þá jókst áhugi hennar á markaðsmálum enn frekar og fór hún að sinna þeim meira, samhliða leiklistinni.

Nánar er fjallað um Unni í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.