Jónína Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Nína, tók nýlega við af Elísabetu Einarsdóttur sem framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco og hefur hún þegar hafið störf. Nína segist vera að taka við góðu búi og er þakklát fyrir tækifærið til að stýra starfsemi ásamt eigendum stofunnar.
Hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs og menningar hjá Play en Nína átti einnig mikinn þátt í að koma flugfélaginu á fót og byggja það upp.
„Ég er uppalin á Akureyri en hef alltaf verið með mikla útþrá. Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri þá tók ég til dæmis ársfrí og bjó í Austurríki. Svo eftir menntaskólann þá bjó ég í Barcelona í einn vetur og var þar að læra spænsku.“
Nína segir að það hafi verið mikið flakk á henni á þessum tíma en hún tók einnig þá ákvörðun að fara í heimsreisu um Asíu, Ástralíu, Nýja Sjáland og Fiji og vann þar að auki í Svíþjóð í tívolíi í eitt sumar.
Nánar er fjallað um Jónínu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.