© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Sunna Dóra Einarsdóttir er nýr sviðsstjóri Viðskiptalausna Deloitte
Þann 1. september næstkomandi eiga sér stað nokkrar breytingar á stjórnendateymi Deloitte, en þá taka nýir sviðsstjórar við hjá Deloitte til að styðja við markaðssókn og frekari tæknivæðingu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Jónas Gestur Jónasson er nýr stjórnarformaður Deloitte
Sunna Dóra Einarsdóttir mun taka við hlutverki sviðsstjóra Viðskiptalausna af Jónasi Gesti Jónassyni , sem mun taka við sem stjórnarformaður Deloitte. Sunna Dóra er einnig fjármálastjóri Deloitte og hefur undanfarin ár starfað sem meðeigandi innan Viðskiptalausna.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þá mun Haraldur Ingi Birgisson taka við sem sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar af Bjarna Þór Bjarnasyni , sem mun stýra lykil þjónustulínum á sviðinu og leiða stærri verkefni fyrir viðskiptavini Deloitte. Haraldur er einnig forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla og hefur jafnframt verið meðeigandi innan Skatta- og lögfræðiráðgjafar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Bjarni Þór Bjarnason heldur áfram innan Skatta- og lögfræðiráðgjafar Deloitte þar sem hann var áður sviðsstjóri en þar mun hann nú stýra lykilþjónustulínum og leiða stærri verkefni fyrir viðskipti
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Jón Eyfjörð Friðriksson er nýr sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte
Að auki mun Jón Eyfjörð Friðriksson taka við hlutverki sviðsstjóra Upplýsingatækniráðgjafar af Björgvin Inga Ólafssyni , sem mun leiða teymi stefnumótunar og rekstrarráðgjafar innan Fjármálaráðgjafar Deloitte. Jón Eyfjörð hefur starfað sem meðeigandi á sviðinu frá árinu 2016.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Björgvin Ingi Ólafsson leiðir nú stefnumótun og rekstrarráðgjöf innan Fjármálaráðgjafar Deloitte
„Ég er afskaplega ánægður að fá Sunnu, Harald og Jón í þessi hlutverk, en þau hafa öll mikla innsýn í starfsemi Deloitte og skýra sýn á það hvernig við tökum nýja 4ja ára stefnu félagsins áfram. Sú stefna snertir alla anga félagsins en markast öðru fremur af enn frekari markaðssókn og tæknivæðingu,“ segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte.
„Skarpari áherslur innan Fjármálaráðgjafar og Upplýsingatækniráðgjafar falla jafnframt mjög vel að því. Jónas, Bjarni og Björgvin hafa unnið mikið og gott starf á undanförnum árum og ég hlakka til að vinna áfram með þeim að því að þjónusta okkar öflugu viðskiptavini í nýjum hlutverkum þeirra innan Deloitte.“