Vegferð Ísaks í atvinnulífinu hófst þegar hann var í stúdentapólitík við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi verið besta menntun og skemmtilegasta starf sem hann hafi tekið þátt í og var hagfræðinámið í raun tekið sem aukagrein samhliða pólitíkinni.

Eftir útskrift byrjaði Ísak að vinna á Viðskiptablaðinu og í kjölfarið fór hann yfir til Viðskiptaráðs þar sem hann vann við greiningar á hagfræðisviði. Þegar því ævintýri lauk fór hann út í MBA-nám við Dartmouth-háskóla í New Hampshire.

Vegferð Ísaks í atvinnulífinu hófst þegar hann var í stúdentapólitík við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi verið besta menntun og skemmtilegasta starf sem hann hafi tekið þátt í og var hagfræðinámið í raun tekið sem aukagrein samhliða pólitíkinni.

Eftir útskrift byrjaði Ísak að vinna á Viðskiptablaðinu og í kjölfarið fór hann yfir til Viðskiptaráðs þar sem hann vann við greiningar á hagfræðisviði. Þegar því ævintýri lauk fór hann út í MBA-nám við Dartmouth-háskóla í New Hampshire.

„Það var mjög sérstakt því á þeim tíma var Covid og þegar ég mæti þá er búið að fella niður allar almenningssamgöngur. Ég þurfti því að panta mér tveggja og hálfs tíma Uber seint að kvöldi frá flugvellinum í Boston til New Hampshire.“

Ísak ræðst ekki á menntagarðinn þar sem hann er lægstur því eftir það nám fer hann yfir til Harvard. Í gegnum það nám kynnist hann prófessor sem stýrði Alþjóðamálastofnun í Róm og ákveður að senda Ísak í borgina fornu til að greina áhrifin sem stríðið í Úkraínu hafði á matarútflutning og áhrif þess á alþjóðastjórnmál.

Nánar er fjallað um Ísak Einar í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.