„Það eru krefjandi og spennandi verkefni framundan hjá fyrirtækinu og virkilega gaman að fá að leiða þessa vegferð,“ segir Davíð Tómas Tómasson, sem var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup, en hann hefur verið sölu- og fræðslustjóri félagsins síðastliðin þrjú ár. Moodup mælir starfsánægju fyrir vinnustaði með könnunum sem sendar eru út reglulega til starfsfólks.

„Ég kom inn í fyrirtækið þegar Björn Brynjúlfur stofnaði það árið 2021 og hef fengið að fylgjast með því vaxa og dafna. Við höfum í gegnum árin lagt mikla áherslu á vöruna okkar og bætt hana með hjálp gervigreindar og ýmissa nýrra fítusa, t.d. stjórnendamati. Við viljum halda áfram að efla samfélagið í kringum vöruna, en við höfum verið að bjóða viðskiptavinum okkar á fræðslufundi 2-3 sinnum á ári sem hafa fengið frábærar viðtökur.“

Hann bætir við að til langs tíma sé það „óyfirlýst markmið“ félagsins að hasla sér völl erlendis. „Þá verður áskorun fyrir okkur að finna réttu blönduna af framsækinni vöruþróun og öflugu sölu- og markaðsstarfi.“

„Það eru krefjandi og spennandi verkefni framundan hjá fyrirtækinu og virkilega gaman að fá að leiða þessa vegferð,“ segir Davíð Tómas Tómasson, sem var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup, en hann hefur verið sölu- og fræðslustjóri félagsins síðastliðin þrjú ár. Moodup mælir starfsánægju fyrir vinnustaði með könnunum sem sendar eru út reglulega til starfsfólks.

„Ég kom inn í fyrirtækið þegar Björn Brynjúlfur stofnaði það árið 2021 og hef fengið að fylgjast með því vaxa og dafna. Við höfum í gegnum árin lagt mikla áherslu á vöruna okkar og bætt hana með hjálp gervigreindar og ýmissa nýrra fítusa, t.d. stjórnendamati. Við viljum halda áfram að efla samfélagið í kringum vöruna, en við höfum verið að bjóða viðskiptavinum okkar á fræðslufundi 2-3 sinnum á ári sem hafa fengið frábærar viðtökur.“

Hann bætir við að til langs tíma sé það „óyfirlýst markmið“ félagsins að hasla sér völl erlendis. „Þá verður áskorun fyrir okkur að finna réttu blönduna af framsækinni vöruþróun og öflugu sölu- og markaðsstarfi.“

Það hefur verið nóg að gera hjá Davíð að undanförnu, en á meðan hann kemur sér inn í nýtt starf dæmir hann körfuboltaleiki á kvöldin. Hann segist spenntur fyrir því að eyða meiri tíma með átta vikna syni sínum. Þegar tími gefst horfir Davíð á skák og reynir að ná góðum tökum á mannganginum.

„Maður er svolítill nörd í sér og er oft að horfa á ýmiss konar kennslumyndbönd um skák á kvöldin. Einhverra hluta vegna er ég samt rosalega lélegur að tefla,“ segir hann og hlær.

Viðtalið við Rúnar birtist í heild sinni í Viðskiptablaði vikunnar.