Magnús Már Leifsson var ráðinn forstöðumaður Premíu hjá Arion banka í síðasta mánuði. Þar mun hann leiða nýtt Premíu-teymi sem mun veita viðskiptavinum aðgang að sérfræðingum, hagstæðum kjörum, einkabankaþjónustu og fjárstýringu.
Hann hóf störf í einkabankaþjónustu hjá Arion banka fyrr á árinu en áður en Magnús gekk til liðs við Arion banka starfaði hann hjá Kviku eignastýringu, meðal annars sem yfirlögfræðingur hjá félaginu.
„Þaðan leiddist ég síðan út í einkabankaþjónustuna og þar náði ég í raun að sameina alla mína bestu eiginleika. Lögfræðin kemur nefnilega rosalega vel í einkabankaþjónustu og bara í bankaþjónustu almennt.“
Magnús bætir við að Kvika hafi verið mjög góður skóli fyrir hann og að það hafi verið gaman að koma inn í fyrirtækið meðan það var enn ungt. Þegar hann byrjaði hjá Kviku voru í kringum 60 starfsmenn hjá félaginu og þegar hann hætti voru þeir orðnir rúmlega 300 eftir sameininguna við TM.
Nánar er fjallað um Magnús Má í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.