Sylvía Ólafsdóttir lögmaður hefur gengið til liðs við RG lögmenn sem einn af meðeigendum stofunnar.
Sylvía hefur setið stjórnum ýmissa félaga og nefnda og er virk í sjálfboðaliðastörfum. Hún er með ML gráðu í lögfræði, MA gráðu í skattarétti, B.Sc gráðu í viðskiptalögfræði og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun. Auk þess hefur hún löggildingu til að gera eignaskiptayfirlýsingar.
RG lögmenn hefa verið starfandi frá árinu 2010. Verkefni stofunnar hafa verið á flestum sviðum lögfræði en fjölskylduréttur hefur verið stór hluti þeirra og þá sérstaklega málefni barna svo sem barnaverndarmál og forsjármál.
Sérsvið Sylvíu eru þó aðallega á sviði viðskipta, samningaréttar, skipulags- og byggingamála, vinnuréttar og verktaka- og útboðsmála.