Gengið hefur verið frá ráðningu Telmu Sæmundsdóttur í stöðu markaðsstjóra Besteller á Íslandi.

Telma hefur meðal annars áður starfað við markaðsstörf hjá Isavia þar sem hún sá um markaðssetningu og upplifun á Keflavíkurflugvelli. Ásamt því hefur hún reynslu frá bæði Orku náttúrunnar og Háskólanum í Reykjavík.

”Ég er mjög spennt að fá að vera hluti af öflugu teymi Besteller á Íslandi og fá tækifæri í að taka þátt í að koma á framfæri þekktum og sterkum vörumerkjum,” segir Telma.

Telma er með B. Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M. Sc. í Marketing Communication Management frá Copenhagen Business School.