„Ég hef allt tíð haft mikinn áhuga á landbúnaði og hef verið viðloðandi sveitalífið frá barnæsku. Ég varði bróðurpartinum af sumrunum frá 12 ára aldri á bænum Múla í Kollafirði fyrir vestan. Þar lærði ég inn á dagleg störf í búrekstri, m.a. að handmjólka beljur, heyskapinn og síðan tók ég þátt í smalamennsku á haustin,“ segir Arnar Þórisson, sem tók við sem forstjóri Líflands 1. júlí síðastliðinn.

Arnar fór ungur að árum út á vinnumarkaðinn og starfaði fyrst um sinn í nokkur ár sem málmsmiður að smíða innréttingar og síðan í framhaldinu sem rafvirki. Hann var þó staðráðinn í að halda út til náms og þegar hann var 28 ára gamall fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Álaborgar og hóf þar nám í iðnaðar- og rekstrarfræði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði