Þorgeir Eyjólfsson er hættur sem framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. Nafn hans er ekki lengur á starfsmannalista bankans og um helgina var auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra eignastýringar í atvinnublaði Morgunblaðsins.
Þorgeir hóf störf í MP banka haustið 2009 eftir að hafa verið forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í 30 ár. Þorgeir var um árabil formaður Landssambands lífeyrissjóða.
Svo virðist sem verið sé að endurskipuleggja starfsmannamál í MP banka eftir að nýir eigendur tóku við bankanum. Á þriðjudaginn var tilkynnt að Benedikt Gíslason yrði framkvæmdastjóri fjárfestingabankasvið MP banka sem undir eru fjárstýring, eigin viðskipti, fyrirtækjasvið, lánasvið, eignastýring og einkabankaþjónusta. Sem sagt öll starfsemi utan markaðsviðskipta og viðskiptabankasvið.
Auk þess að auglýsa eftir framkvæmdastjóra eignastýringar í atvinnublaði Morgunblaðsins er auglýst eftir yfirlögfræðingi, forstöðumanni fyrirtækjaráðgjafar auk þess sem fólk vantar í gjaldeyrismiðlun og greiningardeild MP banka.