Þór­hildur Þor­kels­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri ráð­gjafa- og sam­skipta­fyrir­tækisins Brú Stra­tegy og hönnunar­stofunnar Brú Stúdíó. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Undan­farin tvö ár hefur Þór­hildur starfað sem kynningar­stjóri BHM þar sem hún hefur leitt fjöl­miðla­sam­skipti og al­manna­tengsl, endur­mörkun banda­lagsins og stefnu­mótun í kynningar­málum.

Þar áður starfaði Þór­hildur sem vakt­stjóri og frétta­maður á frétta­stofu RÚV, Stöð 2 og Vísi í ára­tug. Þá hefur hún sinnt þátta­stjórnun og fjöl­breyttri dag­skrár­gerð í sjón­varpi og út­varpi auk þess að halda úti vin­sælu hlað­varpi.

Þór­hildur hlaut blaða­manna­verð­laun ársins 2020. Hún er fjöl­miðla­fræðingur að mennt og hefur kennt sam­skipti og fram­komu í fjöl­miðlum, bæði á há­skóla­stigi og á nám­skeiðum.

Brú Stra­tegy var stofnað árið 2021 með það að leiðar­ljósi að brúa bilið milli stefnu­mótunar og markaðs­mála. Fyrir­tækið sér­hæfir sig í stefnu­mótun, við­skipta­þróun, árangurs­drifnum markaðs­málum og á­unninni um­fjöllun fyrir fyrir­tæki í sókn bæði hér á landi og er­lendis. Brú Stúdíó sér­hæfir sig í hönnun og skapandi út­færslu á markaðs­efni. Brú er í sam­starfi við Go­lin Group, stórt sam­skipta­fyrir­tæki með starf­semi um allan heim.

Aðal­eig­endur Brú eru Atli Sveins­son, Hall­dór Harðar­son og Darri Atla­son.

Brú hefur vaxið hratt á stuttum tíma og unnið með breiðum hópi við­skipta­vina, allt frá ný­sköpunar­fyrir­tækjum yfir í stór og rót­gróin fyrir­tæki sem skráð eru á markað.

„Það er gríðar­mikill fengur að fá Þór­hildi til liðs við okkur. Brú hefur vaxið hratt á stuttum tíma og unnið með breiðum hópi við­skipta­vina, allt frá ný­sköpunar­fyrir­tækjum yfir í stór og rót­gróin fyrir­tæki sem skráð eru á markað. Fram undan eru mark­viss sóknar­færi þar sem við munum nýta okkar sér­þekkingu á sviði hönnunar, al­manna­tengsla og aug­lýsinga­gerðar auk þess að setja aukið púður í víð­tæk ráð­gjafar­verk­efni bæði hér á landi og er­lendis. Þór­hildur kemur inn með verð­mæta reynslu og sér­þekkingu á fjöl­miðla­sam­skiptum og ráðning hennar er liður í að styrkja enn frekar þjónustu við okkar við­skipta­vini. Hún mun leiða fyrir­tækið inn í nýja og spennandi tíma,“ segir Hall­dór Harðar­son, einn eig­enda Brú Stra­tegy, í til­kynningu.