Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til upplýsingatæknifyrirtækisins Wise. Auður Karitas Þórhallsdóttir tekur við starfi markaðsstjóra, Ólafur Stephensen er nýr forstöðumaður sölu rekstrarlausna og Hákon Davíð Halldórsson forstöðumaður sölu og markaðsmála fyrir Skeytamiðlun Wise, WiseCourier.
Auður hefur starfað hjá fyrirtækinu í tæpt ár og gegndi fyrst starfi Product Marketing Manager í markaðsdeild Wise. Hún hefur víðtæka reynslu úr upplýsingatækni- og fjarskiptageiranum og hefur starfað við markaðsmál í um 10 ár.
Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til upplýsingatæknifyrirtækisins Wise. Auður Karitas Þórhallsdóttir tekur við starfi markaðsstjóra, Ólafur Stephensen er nýr forstöðumaður sölu rekstrarlausna og Hákon Davíð Halldórsson forstöðumaður sölu og markaðsmála fyrir Skeytamiðlun Wise, WiseCourier.
Auður hefur starfað hjá fyrirtækinu í tæpt ár og gegndi fyrst starfi Product Marketing Manager í markaðsdeild Wise. Hún hefur víðtæka reynslu úr upplýsingatækni- og fjarskiptageiranum og hefur starfað við markaðsmál í um 10 ár.
Áður en Auður gekk til liðs við Wise starfaði hún sem vefþróunarstjóri hjá Origo í fjögur ár og þar á undan hjá Vodafone, síðar Sýn í 13 ár þar sem hún gegndi lengst stöðu vefstjóra vodafone.is, stod2.is og syn.is. Auður er með B.A. gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands.
Ólafur Stephensen hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu rekstrarlausna hjá Wise. Hann mun leiða sölu á hýsingar- og rekstrarþjónustu Wise með áherslu á hagkvæmar og öruggar skýjalausnir.
Hann starfaði áður sem rekstrarstjóri fagmannaverslunar hjá Húsasmiðjunni, var þar á undan framkvæmdarstjóri hjá Vatni og Veitum og sölustjóri hjá Nova í 8 ár. Ólafur er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.
Hákon Davíð Halldórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá WiseCourier, Skeytamiðlun Wise. Hákon mun leiða vinnu WiseCourier í að móta stefnu fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila WiseCourier ásamt því að tryggja upplifun viðskiptavina. Hann var áður forstöðumaður Customer Engagement and Analytics hjá Icelandair.
Hann hefur einnig viðtæka starfsreynslu úr tækni- og fjarskiptageiranum. Hann starfaði áður sem forstöðumaður stafrænna umbreytinga hjá Sýn, leiddi viðskiptatengslastefnu hjá Símanum um 5 ára skeið og var þar áður markaðsstjóri hjá Opnum Kerfum. Hákon er með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Í tilkynningu segir að Wise hafi verið í mikilli sókn síðustu fjögur ár og eftir kaup á Þekkingu bjóði fyrirtækið nú upp á heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni sem samanstendur af hugbúnaðarlausnum í skýinu, rekstrarþjónustu og hýsingu.
„Við sameiningu Wise og Þekkingar verður til eitt af öflugri fyrirtækjum í upplýsingatækni á Íslandi með tæplega 200 starfsmenn og yfir 4 milljarða veltu. Við stefnum á frekari vöxt á næstu árum, bæði á íslenskum og erlendum mörkuðum og því mikill fengur af því að fá inn reynslumikla stjórnendur til liðs við okkur við að leiða áfram uppbyggingu félagsins,“ segir Stefán Þór Stefánsson, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs Wise.