Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn, einn í stöðu verkefnastjóra og tvo sérfræðinga.
Friðrik Þór Snæbjörnsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Friðrik Þór kemur til Íslandsbanka frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans þar sem hann hefur frá 2013 starfað sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Áður starfaði Friðrik meðal annars sem sérfræðingur í fjármálaráðgjöf hjá Deloitte, sem verkefnastjóri hjá Novator Properties, í áhættustýringu hjá Kaupþingi banka og þar áður sem byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Ferli og VSÓ ráðgjöf.
Friðrik lauk MSCE gráðu í byggingarverkfræði frá University of Washington 2002 og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn, einn í stöðu verkefnastjóra og tvo sérfræðinga.
Friðrik Þór Snæbjörnsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Friðrik Þór kemur til Íslandsbanka frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans þar sem hann hefur frá 2013 starfað sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Áður starfaði Friðrik meðal annars sem sérfræðingur í fjármálaráðgjöf hjá Deloitte, sem verkefnastjóri hjá Novator Properties, í áhættustýringu hjá Kaupþingi banka og þar áður sem byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Ferli og VSÓ ráðgjöf.
Friðrik lauk MSCE gráðu í byggingarverkfræði frá University of Washington 2002 og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Alexander Giess hefur verið ráðinn til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka sem sérfræðingur, en síðastliðin tvö ár hefur hann starfað í fjár- og áhættustýringu hjá Icelandair. Þar áður vann Alexander hjá Marel og hjá Viðskiptablaðinu.
Alexander er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Reykjavík, er CFA handhafi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Sigurður Gunnar Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Undanfarið hefur Sigurður starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en starfaði þar áður hjá Íslandsbanka sem lánastjóri.
Sigurður Gunnar er með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.