Alls eru 32 sjóðfélagar í framboði um fjögur laus sæti í aðalstjórn og varastjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Af þeim eru 28 í framboði um tvö laus sæti karla í aðalstjórn og 28 um tvö laus sæti í varastjórn. Upplýsingar um hvern frambjóðenda er að finna á heimasíðu Almenna.
„Þessi þátttaka í stjórnarkjöri er met og sýnir mikinn áhuga sjóðfélaga á að líta eftir lífeyrissparnaði sínum og rekstri lífeyrissjóðsins,“ segir í tilkynningu Almenna.
Að þessu sinni gátu aðeins karlar boðið sig í sætin tvö í aðalstjórn þar sem stjórn sjóðsins er samkvæmt reglum hans skipuð þremur af hvoru kyni, og báðir fráfarandi stjórnarmenn eru karlar.
Um er að ræða sæti Más Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum frá Viðskiptafræðideild HÍ, og Þórarins Guðnasonar, hjartalæknis í Læknasetri, sem voru kjörnir í stjórnina árið 2022. Þeir sækjast báðir eftir endurkjöri.
Einnig verður kosið um tvö laus sæti í varastjórn, en þar gátu bæði kynin boðið sig fram. Kjörtímabil stjórnarmanna er þrjú ár. Hátt í 60 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum
Úrslit kosninganna verða kynnt á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður fimmtudaginn 3. apríl 2025 á Hilton Reykjavík Nordica kl. 17:15.
Eftirfarandi einstaklingar buðu sig fram:
- Birgir Rafn Þráinsson
- Birgir Sigurðsson
- Björn Stefán Eysteinsson
- Einar Hannesson
- Evgenia Mikaelsdóttir (til varastjónar)
- Frosti Sigurjónsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Ingi Þorvaldsson
- Gunnar Gunnarsson
- Indriði Þröstur Gunnlaugsson
- Jóhann Gunnar Stefánsson
- Jóhann Kristjánsson
- Jón Bragi Gíslason
- Jónmundur Gunnar Guðmundsson
- Kristinn Ásgeir Gylfason
- Kristinn Freyr Haraldsson
- Kristófer Már Maronsson
- Magnús Karl Magnússon (til varastjónar)
- Már Wolfgang Mixa
- Níels Rafn Guðmundsson
- Ólafur Sörli Kristmundsson
- Óskar Örn Ágústsson
- Pétur Már Halldórsson
- Ruth Elfarsdóttir (til varastjónar)
- Rúnar Þór Haraldsson
- Sigvaldi Einarsson
- Steindór Gísli Kristjánsson
- Sölvi Breiðfjörð Harðarson
- Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir (til varastjónar)
- Þorsteinn Þorgeirsson
- Þórarinn Guðnason
- Ögmundur Bjarnason