Tilnefningarnefnd Reita hefur lagt til að Elín Árnadóttir og Guðmundur Kristján Jónsson auk þriggja sitjandi stjórnarmanna verði kjörin í stjórn fasteignafélagsins á aðalfundi þess þann 8. mars næstkomandi. Alls bárust sjö erindi um að fá umfjöllun hjá nefndinni.
Nefndin leggur einnig til að Þórarinn Viðar Þórarinsson stjórnarformaður, Gréta María Grétarsdóttur og Kristinn Albertsson verði endurkjörin í stjórnina.
Auk þeirra sitja nú í stjórninni þær Martha Eiríksdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Í skýrslu tilnefningarnefndar er ekki upplýst um hvaða einstaklingar sem ekki voru tilnefndir sendu inn erindi, sökum trúnaðar. Ekki er því tekið fram hvort Martha eða Sigríður hafi áhuga á að sitja áfram í stjórninni.
Elín Árnadóttir átti sæti í stjórn Reita árin 2010-2019, þar af sem stjórnarformaður 2010-2015. Hún lét nýlega af störfum sem aðstoðarforstjóri Isavia. Í störfum sínum hefur Elín m.a. unnið að þróunaráætlunum fyrir Keflavíkurflugvöll og Reykjanesið í heild og stýrt fjármálum.
Guðmundur Kristján Jónsson hefur ekki setið í stjórn Reita áður. Í skýrslunni segir að hann hafi reynslu af fasteignaþróun og uppbyggingarverkefnum sem borgarskipulagsfræðingur og húsasmiður. Hann hefur m.a. starfað hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sem framkvæmdastjóri Borgarbrags og sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Tilnefningarnefnd Reita leggur til að eftirtalin verði kjörin í stjórn félagsins:
- Viðar Þórarinsson stjórnarformaður
- Gréta María Grétarsdóttur stjórnarmaður
- Kristinn Albertsson stjórnarmaður
- Elín Árnadóttir
- Guðmundur Kristján Jónsson
Í tilnefningarnefnd Reita sitja Margret G. Flóvenz formaður, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Hilmar Garðar Hjaltason.ðgjafastörfum.