„First Water er ein stærsta einkafjárfesting Íslandssögunnar og það er ansi mikið undir, en á sama tíma mikið sem getur gengið upp,“ segir Ómar Grétarsson, nýr sölu- og markaðsstjóri landeldisfyrirtækisins First Water.

Ómar hefur áratugar reynslu af laxasölu, en steig sín fyrstu skref er hann var ráðinn sölustjóri Fjarðalax árið 2013. Fjarðalax sameinaðist Arnarlaxi árið 2016 þar sem Ómar hélt áfram að starfa sem sölustjóri.

Hann segir helstu áskorunina framundan að finna sérstaka hillu fyrir íslenska laxinn, og nefnir nokkra sölupunkta sem ættu að veita íslenska laxinum sérstöðu á erlendum mörkuðum.

„Í fyrsta lagi er Ísland með gott orðspor þegar kemur að sjávarafurðum og mun það ávallt vinna með okkur. Græna orkan er síðan eitthvað sem er alls ekki sjálfsagt í þessari framleiðslu á heimsvísu.

Þar að auki er First Water með aðgang að mjög góðum sjógæðum, sem að mínu mati er stór sölupunktur. Það er áberandi í umræðunni hve mikið vatn er Tíu ára reynsla af laxasölu notað við framleiðslu á próteini, sér í lagi í landbúnaði. En First Water notar jarðsjóinn sem klárast seint.“

Nánar er rætt við Ómar í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.