Tveir forstöðumenn hjá Stefni, dótturfélagi Arion banka, hafa látið af störfum samhliða skipulagsbreytingum hjá sjóðastýringafyrirtækinu, samkvæmt Innherja. Breytingarnar felast m.a. í að sviðum félagsins fækkar úr fimm í þrjú.
Umræddir forstöðumenn eru Magnús Örn Guðmundsson, sem var yfir hlutabréfa- og blönduðum sjóðum, og Anna Kristjánsdóttir, forstöðumaður skráðra og sérhæfðra skuldabréfasjóða.
Tveir forstöðumenn hjá Stefni, dótturfélagi Arion banka, hafa látið af störfum samhliða skipulagsbreytingum hjá sjóðastýringafyrirtækinu, samkvæmt Innherja. Breytingarnar felast m.a. í að sviðum félagsins fækkar úr fimm í þrjú.
Umræddir forstöðumenn eru Magnús Örn Guðmundsson, sem var yfir hlutabréfa- og blönduðum sjóðum, og Anna Kristjánsdóttir, forstöðumaður skráðra og sérhæfðra skuldabréfasjóða.
Magnús Örn Guðmundsson hefur starfað hjá Stefni frá árinu 2008, þar af sem forstöðumaður frá árinu 2017. Magnús Örn hefur einnig setið í bæjarstjórn Seltjarnesbæjar undanfarin ár og gegnir stjórnarformennsku hjá Strætó.
Anna Kristjánsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður hjá Stefni frá árinu 2017. Alls hefur hún starfað við stýringu skuldabréfa frá árinu 2002 þegar hún hóf störf hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Hún hefur því starfað hjá Stefni og forverum í tvo áratugi.