Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Samtaka iðnaðarins og hafa þegar hafið störf hjá samtökunum. Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason hafa verið ráðin viðskiptastjórar á mannvirkjasviði SI og hafa umsjón með margþættum verkefnum á sviði mannvirkjaiðnaðar.

Eyrún er með MA og BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og CIPP/E fagvottun á sviði persónuverndar frá International Association of Privacy Professionals. Hún starfaði hjá SI á árabilinu 2016-2022 sem lögfræðingur og viðskiptastjóri.

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Samtaka iðnaðarins og hafa þegar hafið störf hjá samtökunum. Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason hafa verið ráðin viðskiptastjórar á mannvirkjasviði SI og hafa umsjón með margþættum verkefnum á sviði mannvirkjaiðnaðar.

Eyrún er með MA og BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og CIPP/E fagvottun á sviði persónuverndar frá International Association of Privacy Professionals. Hún starfaði hjá SI á árabilinu 2016-2022 sem lögfræðingur og viðskiptastjóri.

Síðustu ár starfaði hún sem sérfræðingur í regluvörslu hjá Arion banka og sérfræðingur í innkaupum hjá Landsvirkjun.

Þorgils er með MSc gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BSc gráðu í ferðamála- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Áður en Þorgils kom til Samtaka iðnaðarins starfaði hann sem sölustjóri hjá Danica sjávarafurðum frá árinu 2016 og þar áður var hann sölu- og markaðsstjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur.