„Ég er búinn að vinna nánast alla mína tíð í olíuviðskiptum. Ég byrjaði hjá Esso á sínum tíma árið 1987 eftir að vinur minn hafði sagt mér að þar vantaði starfsfólk. Svo vann ég þar bara með skólanum,“ segir Kolbeinn Finnsson, næsti sviðsstjóri mannauðs og rekstrar hjá Olís.
Hann tekur við stöðunni af Ragnheiði Björk Guðmundsdóttur, sem hefur starfað hjá Olís í rúm 30 ár, en hún segist mjög sátt að sjá Kolbein taka við keflinu. Hann hefur þá einnig starfað sem rekstrarráðgjafi hjá Gott og gilt og þar á undan hjá Festi.
Kolbeinn er menntaður hagfræðingur en hann útskrifaðist úr Háskóla Íslands árið 1991 og var meðal annars í einum af fyrstu útskriftarhópunum sem útskrifuðust sem hagfræðingar á Íslandi.
„Olíufélagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og fór til að mynda frá því að vera rótgróið olíufélag í öflugt félag sem sameinaðist Bílanaust og varð að N1. Það var einmitt það sem hélt mér alltaf í starfi enda alltaf spennandi að takast á við slíkar breytingar.“
Nánar er fjallað um Kolbein í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.