Fyrir rúmum tveimur mánuðum var Helga Beck ráðin markaðsstjóri Orkusölunnar en hún kom til fyrirtækisins með áralanga reynslu á sviði markaðsmála og stefnumótunar, auk öflugs bakgrunns í stafrænum lausnum og vefþróun.

Helga hafði síðustu fjögur ár starfað sem markaðs- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Nóa Síríus en þar sá hún meðal annars um stefnumótun fyrir vörumerki og greiningu nýrra tekjulinda.

Hún útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og lauk þá MSc-gráðu í Brand & Communications Management. Helga segir að hún hafi verið ein af þeim fáu nemendum sem fóru úr Menntaskólanum við Hamrahlíð í viðskiptafræði.

„Ég hef alltaf verið rosalega forvitin um fólk en maðurinn minn grínast líka oft í mér og segir að ég væri líklega rannsóknarlögreglumaður ef ég væri á öðrum starfsvettvangi.“

Nánar er fjallað um Helgu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.