Bjarni Þór Logason var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags en hann kemur til félagsins frá Heimkaupum þar sem hann starfaði sem innkaupastjóri og kom meðal annars að opnun verslunarinnar Prís.

Hann er með meira en 20 ára reynslu á matvælamarkaði en hann hefur áður unnið sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi.

Bjarni byrjaði fyrst að vinna í verslun þegar hann var í menntaskóla og hefur síðan þá verið bæði í heildsölu- og verslunarstarfsemi. Áfengisreynslan bættist svo við þegar hann fór að vinna hjá Ölgerðinni og RJC.

„Hjá Rolf Johansen & Co vorum við mikið að vinna með sódavatnið Klaki en RJC er líka með áfengi, þannig ég fékk góða reynslu þar. Svo sá ég líka um netverslun með áfengi þegar ég vann hjá Heimkaupum.“

Nánar er fjallað um Bjarna í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.