Davíð Lúther er lífsreyndur maður en hann hefur rekið bari, skemmtistaði, auglýsingastofur og hefur einnig starfað sem almannatengill fyrir RÚV í söngvakeppnum Eurovision.
Hann kvaddi auglýsingastofuna Sahara á síðasta ári, sem hann stofnaði sjálfur fyrir 15 árum, og er í dag framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingarstaðarins Oche Reykjavík sem er á gamla Stjörnutorginu í Kringlunni.
Oche býður upp á mat, drykki og ýmsa afþreyingu eins og pílukast en orðið Oche vísar til línunnar sem staðið er á þegar leikmaður kastar pílunni. Oche Reykjavík er hluti af alþjóðlegri keðju en staðurinn í Kringlunni býður meðal annars upp á shuffle og karíókí.
Davíð hélt beint á vinnumarkað eftir grunnskóla og er því ekki með neinar háskólagráður. Vinir hans eru hins vegar duglegir að benda honum á að hann býr yfir mikilli lífsreynslu og hefur gert meira á síðustu árum en margir gera á heilli lífsævi.
Nánar er fjallað um Davíð í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.